Eldgos
Sagan gerist á Íslandi og fjallar um strákinn Kaktus þegar lúsafaraldur brýst út í skólanum hans. Mamma hans vill ekki að hann fái lús og leyfir honum að fara með sér í vinnuna. Mamma hans er fararstjóri og er að fara út á land með erlent ferðafólk til að skoða náttúruna. Kaktus er ekki spenntur fyrir því. Hann langar til að sjá eitthvað æsispennandi. Honum verður að ósk sinni, verður meira að segja fyrstur allra. Hann sér nefnilega eldgos! Hann sér líka svolítið annað í sjónaukanum, en hvaða hlutverki gegna lýsnar í sögunni?
Sækja: