Samstarf

Norræni bókagleypirinn varð til að frumkvæði Norrænu menningargáttarinnar. Hún hefur umsjón með verkefninu sem er unnið í samstarfi við Norðurlandahúsið í Færeyjum, Norræna húsið í Reykjavík, Norrænu stofnunina á Grænlandi og Norrænu stofnunina á Álandseyjum. Norðurlandahúsið í Færeyjum og Norræna húsið í Reykjavík eiga einnig fulltrúa í stýrihóp verkefnisins.

Norræni bókagleypirinn og Norræni leikskólinn eru formleg samvinna um sameiginlega kynningu á norrænni barnamenningu og barnabókmenntum hvarvetna á Norðurlöndum. Einnig er unnið tímabundið með Norden i Skolen, Sydkustens ordkonstskola og námsbraut í leikskólafræðum við háskólann í Helsinki.

Norræni bókagleypirinn vinnur með þrjátíu prófunarhópum víðs vegar á Norðurlöndum. Hóparnir prófa náms- og stuðningsefni en taka einnig þátt í matsrannsóknarverkefni undir stjórn fræðimannsins Per Lundgren sem unnið er að beiðni Norrænu menningargáttarinnar.

Norræni bókagleypirinn á einnig samstarf við bókaútgefendur alls staðar á Norðurlöndum en þeir leggja til vinnueintök af þeim bókum sem vinnuhópurinn gerir náms- og stuðningsefni við.