Hugmyndin

Norræni bókagleypirinn (Den nordiska bokslukaren) á að auðvelda fullorðnum lestur barnabóka frá hinum Norðurlöndunum með börnunum. Samið verður náms- og stuðningsefni um nýjar norrænar myndabækur sem sýna börnunum greinilega tengingu við norrænan bókafjársjóð undir handleiðslu fullorðna fólksins.

Markmið verkefnisins er að hvetja til lesturs á norrænum barnabókum, að kynna norrænar barna- og unglingabækur fyrir fullorðnum lesendum og börnum og gera þær aðgengilegri. Norræna menningargáttin í Helsinki átti frumkvæði að verkefninu og hefur umsjón með því en Norræna ráðherranefndin fjármagnar það í þrjú ár.

Norrænn starfshópur semur stuðningsefnið en það eru barnabókaverðir, myndhöfundar, rithöfundar, kennarar og aðrir sem staðið hafa fyrir lestrarátaki í löndunum. Þær myndabækur sem fjallað verður um í náms- og stuðningsefninu hafa allar verið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Vinnuhópurinn

Anna Hällgren, yfirmaður lestrarátaks, Svíþjóð 

Anni Agélii, barnabókavörður (SE)

Drífa Guðmundsdóttir, barna- og unglingabókavörður, Noregi 

Eilen Anthoniussen, verkefnisstjóri átaksins Føroyar lesa, Færeyjum 

Elisabeth Jensen Poulsen, barnabókavörður, Grænlandi

Hrafnhildur Gissurardóttir, fræðslufulltrúi, Íslandi 

Jens Olesen, blaðamaður og menningarráðgjafi um málþroska barna, Danmörku

Karen Anne Buljo, rithöfundur, Sápmi

Michelle Mattfolk, barnabókavörður, Finnlandi

Mikaela Wickström, yfirmaður lestrarátaks, ein frumkvöðla verkefnisins Norræni bókagleypirinn, Finnlandi

Nina Nordal Rønne, rithöfundur og myndhöfundur, Noregi

Tina Sedin, leikskólakennari, Finnlandi 

Troels Posselt, kennari og bókmenntafræðingur, Noregi 

Hafið samband!

Marie Busck-Nielsen, starfsmaður verkefnis
marie.busck-nielsen@nkk.org

Fjölmiðlafulltrúi:
Heidi Orava, samskiptastjóri
heidi.orava@nkk.org