Norræni bókagleypirinn

– flýtileið að bókaspjalli með börnum
um myndabækur á norrænum tungumálum!

Norræni bókagleypirinn (Den nordiska bokslukaren) veitir aðgang að ókeypis náms- og stuðningsefni um myndabækur frá Norðurlöndum á öllum norrænu tungumálunum. Efnið er öllum frjálst til afnota, s.s. við undirbúning á bókaspjalli með skólabörnum, á bókasöfnum eða heima. Ykkur er velkomið að sækja hér hugmyndir!