Í þessari bók kynnumst við glöðu vélmenni, Chop Chop, í nálægri framtíð árið 2032 og aftur eftir rúm hundrað ár: 2142. Chop Chop er á sífelldum þönum og leggur sig fram um að hjálpa fólki þegar það vinnur störf sín. En fólkið kærir sig ekki alltaf um hjálp vélmennisins. Hvernig er heimurinn? Hvernig líður manneskjunum og vélmennunum, hvernig kemur þeim saman?