Skelettet
Teo er í kanínubúningi á leið í
afmælisveislu. Olivia og Alvi vinir hans eru
klædd eins og vélmenni og hestur. Þegar Teo
fer á klósettið sér hann sjálflýsandi beinagrind
og verður hræddur. Teo hleypur út og upp
stiga en gleymir því að hann er í kanínufótum.
Hann rennur til, dettur og handleggsbrotnar.
Læknirinn segir Teo að hann sé sjálfur með
beinagrind og að hún hafi brotnað. Fyrst verður
Teo hræddur og reiður út í beinagrindina en
svo verður hann forvitinn. Líður beinagrindinni
vel inni í líkamanum hans? Svitnar beinagrindin
þegar hann hleypur? Og á hún eftir að sakna
hans þegar hann deyr?
Sækja: