IKKE!
Í sögunni Ikke! kynnumst við Tiki
sem er hugrakkt, glatt og forvitið barn þar til
foreldrarnir fara að hræða það með öllu því
sem þeim finnst hættulegt. Tiki má ekki klifra,
þarf stöðugt að gæta sín og má alls ekki borða
sykur. Barnið verður svo óttaslegið að það fer
að minnka. Þá verða foreldrar þess ánægðir
því þá geta þau verndað litla barnið sitt gegn
öllum hættum. Hvaða áhrif hefur þetta á Tiki?
Sækja: