Hafið þið áhuga á samstarfi við Norræna bókagleypinn?  

Við tökum með ánægju að okkur að halda vinnustofur fyrir fólk sem vinnur að lestrarhvatningu. Hafið endilega samband ef þið vitið um markhóp sem hefði áhuga á að kynna sér Norræna bókagleypinn! 

Jana Šajin, verkefnisstjóri
jana.sajin@nkk.org

Marie Busck-Nielsen, starfsmaður verkefnis
marie.busck-nielsen@nkk.org

Fjölmiðlafulltrúi:
Heidi Orava, samskiptastjóri
heidi.orava@nkk.org

Norræni bókagleypirinn stendur reglulega að vinnustofum og upplestrum hjá Norrænu menningargáttinni í Helsinki og í Norræna húsinu í Reykjavík.

Vinnuhópurinn  

Vinnuhópur Norræna bókagleypisins er skipaður fagfólki frá öllum norrænu málsvæðunum. Hópurinn semur náms- og stuðningsefnið og gegna hlutverki fulltrúa Norræna bókagleypisins í löndunum. 

Anna Hällgren, yfirmaður lestrarátaks, Svíþjóð  

Anni Agélii, barnabókavörður, Svíþjóð

Drífa Guðmundsdóttir, barna- og unglingabókavörður, Noregi  

Eilen Anthoniussen, verkefnisstjóri átaksins Føroyar lesa, Færeyjum  

Elisabeth Jensen Poulsen, barnabókavörður, Grænlandi 

Hrafnhildur Gissurardóttir, fræðslufulltrúi, Íslandi  

Jens Olesen, blaðamaður og menningarráðgjafi um málþroska barna, Danmörku 

Karen Anne Buljo, rithöfundur, Sápmi 

Michelle Mattfolk, barnabókavörður, Finnlandi 

Mikaela Wickström, yfirmaður lestrarátaks, ein frumkvöðla verkefnisins Norræni bókagleypirinn, Finnlandi 

Nina Nordal Rønne, rithöfundur og myndhöfundur, Noregi 

Tina Sedin, leikskólakennari, Finnlandi  

Troels Posselt, kennari og bókmenntafræðingur, Noregi

Ef þið hafið áhuga, eru umsjónaraðilar verkefnisins reiðubúnir að segja ykkur nánar um störf vinnuhópsins og ræða möguleika á samstarfil.

Fyrri samstarfsverkefni  

Norræna menningargáttin átti frumkvæði að Norræna bókagleypinum og hefur umsjón með verkefninu. Norðurlandahúsið í Færeyjum, Norræna húsið í Reykjavík, Norræna stofnunin á Grænlandi og Norræna stofnunin á Álandseyjum eru samstarfsaðilar í verkefninu.  

Við höfum átt samstarf við Norden i Skolen, Sydkustens ordkonstskola og leikskólakennarabraut Háskólans í Helsinki. Við eigum einnig samstarf við bókaútgefendur á Norðurlöndum sem sjá vinnuhópnum fyrir eintökum af þeim bókum sem náms- og stuðningsefnið er unnið upp úr.

Þegar verkefnið var á tilraunastigi kom út skýrslan „Så upptäcker barnen de nordiska bilderböckerna – kvalitativa effekter av stödresurser till läsfrämjare“