Fupz Aakeson, Kim; Eriksson, Eva;

Søndag

Við fylgjumst með drengnum Torsten (6-7 ára) í eina viku. Á hverjum degi er hann með höfuðið fullt af vangaveltum og hugsunum yfir því að verða stóribróðir. Torsten leitar ráða og skýringa í nánasta umhverfi sínu út frá hugsunum og áhyggjum barnsins, leyndum og ljósum. Málið leysist ekki fyrr en í lok vikunnar og öryggistilfinning leysir óöryggi og óvissu af hólmi. Torsten talar oft við ömmu sína þessa viku. Hún hefur reynslu af því að missa og það eru ekki síst samtölunum við hana að þakka að málin fara að skýrast í huga Torstens. Hann uppgötvar að hann er elskaður skilyrðislaust og að hann er sjálfur fær um að elska. Bókin fjallar um hvernig Torsten öðlast skilning og áttar sig á stöðu sinni í lífinu. Hún gefur okkur tilefni til að tala við börn og nemendur um gildi og sambönd sem gott er að tengja við tiltekin efni í heimi barnsins og opnar spurningar upplesarans. 

 

Sækja:

Sækja hljóðskrá með orðinu:

Sunnudagur

""